3 greiðsluleiðir
KLAPP kort
KLAPP kort eru snjallkort sem þú leggur upp við skanna um borð í Strætó til þess að greiða fargjaldið. Þú fyllir á KLAPP kortið í gegnum aðganginn þinn á „Mínum síðum“. Þú getur verslað KLAPP kort inn á straeto.is og hjá öllum söluaðilum Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
KLAPPIÐ
Með KLAPP appinu getur þú notað snjallsímann þinn til að kaupa staka miða eða tímabilskort fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þú getur sótt Klappið inn á App Store og Google Play.
KLAPP tía
KLAPP tía eru farmiðar með 10 fargjöldum fyrir fullorðna, ungmenni eða aldraða. Þú getur keypt Klapp tíu miða hjá hjá öllum helstu Söluaðilum Strætó.
ATH: Ekki er hægt að greiða fargjald fyrir fleiri en einn einstakling með sömu Klapp tíunni.
Um KLAPP
Hvað er KLAPP?
KLAPP er nýtt rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almenningssamgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjald er greitt í vagninum.
Sjálfvirk áfylling
Hægt er að skrá sig í „sjálfvirka áfyllingu“ inn á mínum síðum. Það þýðir að um leið og inneignin þín fer fyrir neðan ákveðna tölu, þá fyllist sjálfkrafa á það.
Mínar síður
Með aðgangi að mínum síðum getur þú keypt strætómiða eða tímabilskort, fyllt á farmiðlana þína og fylgst með stöðunni á þeim. Það er nauðsynlegt er að stofna aðgang að „Mínum síðum“ til þess að versla fargjöld á öryrkja - og nemaafslætti.
Spurt og svarað
Leiðbeiningar fyrir nemendur
Nemar eiga rétt á 50% afslætti af mánaðar- og árskortum. Til þess að fá afsláttinn þá þurfa nemar að fylgja leiðbeiningum með því að smella á takkann hér fyrir neðan.
NemendurLeiðbeiningar fyrir öryrkja
Öryrkjar fá 70% afslátt af almennum strætó fargjöldum. Til þess að fá afsláttinn þarft þú að fylgja leiðbeiningum með því að smella á takkann hér fyrir neðan.
Öryrkjar